Showing all 12 results

Skosh

Skosh framleiðir sjálfbær og náttúruleg hreinsiefni fyrir heimilið. Flöskurnar eru framleiddar úr endurunnu plasti og eru margnota. Venjuleg hreinsiefni eru 85-95% vatn, en Skosh kemur í töfluformi og því þarf ekki að flytja vatn á milli landa. Kolefnisfótsporið er því um 95% lægra en af sambærilegum vörum. Öll efni eru endurvinnanleg, náttúruleg og góð fyrir umhverfið.

Þú einfaldlega fyllir flöskuna af vatni, setur töfluna ofan í og byrjar að þrífa.